Slæða, hetta, gleraugu

Punktar

Slæða íslamskra kvenna er sums staðar bönnuð í Evrópu, í seinni tíð einkum af því að fólki finnst óþægilegt að sjá ekki viðmælendur sína. Því er ekki einfalt að bera slæðuburð saman við krossburð. Skartgripir á borð við krossa fela ekki andlit fólks. Hins vegar má bera slæðurnar saman við hettupeysur ungmenna, sem sums staðar eru bannaðar í verzlunum, því að þær hindra, að þjófar þekkist í öryggismyndavélum. Hugsanlega má einnig bera þær saman við sólgleraugu, sem einnig eru notuð til að leynast. Ljóst er, að nærtækt er fyrir lögbrjóta að leynast undir kufli og slæðum íslams.