Skyndibiti í matarmusterum

Veitingar

Skyndibiti byggist á efnafræði. Í stað kjöts kemur „hakkefni“, sem getur verið flókinn samsetningur. Minnir á Vals tómatsósuna. Þar voru engir tómatar, bara ýmis bragðefni og fyllingarefni. Efnafræði kemur víðar við en í skyndibitanum. „Matarmusteri“ á borð við Fat Duck í Bretlandi og El Bulli á Spáni matreiða að hætti Nathan Myhrvold, fyrrum Microsoft-stjóra. Hann skrifaði doðrant í fimm bindum um „cuisine moderniste“. Þar er kennt að búa til sogrör úr fljótandi ediki og kennd snöggfrysting með köfnunarefni. Ekki er að átta sig á hráefnum. Þessi eldun gervimatar var í tízku í bólunni upp úr aldamótum, nú á undanhaldi.