Skrítnir sérgæðingar

Punktar

Við er að búast, að andstaða við velferð komi Sjálfstæðisflokknum upp í þau 25% í fylgi, sem er botn hans. Margir kjósendur láta græðgi stjórna sér og telja sig vera í vinningsliðinu. Líta á aldraða, öryrkja og sjúklinga sem sjálfskaparvíti ræfla og aumingja. Það er bara þannig. Hitt er skrítnara, að græðgisliðið telur líka í lagi, að örfáir hirði nánast alla auðlindarentu; kvótagreifar, álhringir og svo ferðaþjónusta, sem dreifist þó víðar. Væri hér eðlileg auðlindarenta, mundi hún ein standa undir allri velferð okkar. Þar með talin menntun, heilsa, elli og örorka. Þjóð með vit í kollinum tæki 100 milljarða árlega í auðlindarentu.