Skrítni formaðurinn

Punktar

Hinn sérkennilegi formaður Framsóknar telur hæfa kjósendum að segja þeim, að stóriðjustefnan sé liðin. Ríkisstjórninni komi þessi stefna ekkert við, því að það séu alls konar aðrir aðilar, sveitarfélög og einkafyrirtæki, sem reki stefnuna. Landsvirkjun ragar ríkisstjórnina alls ekki neitt. Það á semsagt að reisa þrjú risaver til viðbótar Reyðarfirði án þess að það komi stjórninni neitt við. Valgerður Sverrirdóttir hefur ekki verið að reka neina stóriðjustefnu fram á þennan dag, heldur er hún bara að rækja samkvæmislífið í heimi álfursta og Landsvirkjunar. Er formaðurinn á lyfjum?