Skrítinn flokkur

Punktar

Vinstri grænir eru ekki óskiptur flokkur, heldur safn ýmissa sjónarmiða, sem hafa átt sögulega samleið. Dálítið af gamlingjum úr sósíalistaflokknum, sem sumir eru stóriðjusinnaðir. Þjóðernissinnar, sem voru í Alþýðubandalaginu, því að hersetan á Keflavíkurvelli sameinaði vinstri menn og þjóðernissinna. Fjölmennir eru þeir, sem eru sveitarómantískir á gráu svæði milli Framsóknar og Vinstri grænna. Og þar hafa líka lent græningjar nútímans, sem oft eru á öndverðum meiði við gömlu sósíalistana. Flokkurinn heldur næstum saman, því að fáir bjóða þessum sjónarmiðum betri kosti. Til dæmis ekki Samfylkingin.