Skrítin sátt við greifa

Punktar

Ráðherrar vinstri grænna brutu gegn væntingum fólks eftir hrunið með því að eyðileggja þjóðareign auðlinda hafsins. Þverskölluðust við að fyrna kvótann. Í stað þess hófu þeir dans við kvótagreifa um svokallaða sátt. Enga slíka sátt þurfti við greifana, bara sátt þjóðarinnar við sjálfa sig. Fyrst kom Jón Bjarnason að þessu ógæfuverki og síðan Steingrímur J. Sigfússon. Út úr því er komið enn eitt frumvarp, sem engum líkar, hvorki þjóð né kvótagreifum og umboðsmönnum þeirra. Þannig hefur hvað eftir annað tekizt að spila málinu í tímahrak, sem endar bara á einn veg. Með verstu svikum ríkisstjórnarinnar.