Skrítin biðraðakönnun

Punktar

Ein skrítnasta könnun Félagsvísindastofnunar var í fréttunum í dag. Fjallaði um fólkið í matarbiðröðum. Í flestum fréttum er ekki minnzt á þá, er neituðu að svara, en í einni er sagt: “Aðrir neituðu að svara”. Hvergi kemur fram, hversu margir neituðu. Marklítið er að sundurgreina afganginn af fólkinu, ef þessum er alveg sleppt. Enn merkilegra er, að velferðarráðuneytið virðist nota tölur úr könnuninni til að skilgreina fátæktarvandann. Fróðlegra hefði verið að finna, hverjir neituðu að svara, hvers konar fólk það er. Finna tekjur þeirra, eignir, fjölskylduaðstæður, móðurmál. Um það snýst umræðan.