Dómsmálaráðuneytið segist ekki geta afhent gömul skjöl um símahleranir Bjarna Benediktssonar hermálaráðherra af því að þau hafi daginn áður verið afhent Þjóðskjalasafni. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segist ekki geta afhent þau, af því að ekki sé til reglugerð um hana. Er þó liðin sú hálfa öld, sem kerfið telur sig þurfa til varnar leynimakki. Þannig bendir hver blýantsnagarinn á annan til að hjálpa Birni Bjarnasyni hermálaráðherra við leyndarstefnuna. Reglugerðin, sem Ólafur þykist vera að bíða eftir, átti lögum samkvæmt að vera til árið 1994, en hefur ekki sézt enn.
