Skriðuvað

Á Hnausakvísl norðan Flóðs og sunnan Hnausavatns í Vatnsdal.

Hét Hólavað í Sturlungu, algengur fundarstaður höfðingja. Hér fór Þórður kakali Sighvatsson árið 1243 frá Borgarfirði um Arnarvatnsheiði og Haukagilsheiði í Vatnsdal og þaðan í aðför að Þorsteini Jónssyni í Hvammi. Enn fór Þórður hér eftir Flóabardaga árið 1244 í aðför að Kolbeini unga Arnórssyni. Þorgils skarði Böðvarsson og Hrafn Oddsson mæltu sér til móts árið 1255 við Hólavað og sættust þar.

Byrjum á þjóðvegi 722 við norðvesturhorn Flóðsins í Vatnsdal. Förum austur að Hnausakvísl / Vatnsdalsá. Yfir hana á Skriðuvaði / Hólavaði um 400 metrum norðan Flóðsins. Síðan upp á þjóðveg 722 norðan Bjarnastaða.

1,2 km
Húnavatnssýslur

Erfitt fyrir göngufólk

Nálægir ferlar: Hópið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sturlunga og Herforingjaráðskort