Skrið á sósíalistum

Punktar

Sósíalistar eru komnir á bezta skrið í kosningabaráttunni. Birta í fésbók stutta lýsingu á lífshlaupi frambjóðendanna, eins á hverjum degi. Líklega skrifar Gunnar Smári þetta sjálfur. Af lýsingunni má sjá harmsögur hversdagshetjanna. Oftast fætt á landsbyggð, missti af langskólagöngu, lenti í láglaunastarfi, barneignum, skilnaði, sumt í veikindum eða slysum. Þetta er fólkið, sem veit á eigin skinni hvað er að í samfélaginu. Vita það betur en langskólagengið fólk í Samfylkingunni eða Vinstri grænum. Á betur heima í borgarstjórn en flestir aðrir frambjóðendur. Ég fylgi áfram Pírötum, en óska hversdagshetjum sósíalista góðum kosningatölum.