Skortur á kvennaskólum

Punktar

Tim Harford segir í Slate, að strákar eyðileggi skóla fyrir stelpum. Vísar í rannsóknir, sem sýna, að stelpuskólar séu betri en blandaðir skólar og strákaskólar. Strákar trufla kennslu, gera kennara gráhærða. Strákar í skóla kalla á endanum á vopnaleit við innganginn eins og í Bandaríkjunum. Foreldrar vita raunar af þessum vandræðum. Þess vegna er mikil skortur á kvennaskólum, sem ekki hleypa strákum inn. Í Bretlandi eru langir biðlistar eftir plássi á slíkum skólum. En auðvelt er að komast í skóla fyrir stráka. Í hreinum kvennaskólum er friður til að læra og ná árangri í námi.