Skólamenn óttast tölur

Punktar

Pisa-könnunin ber saman árangur skóla og gefur Íslandi lága einkunn. Hér á landi eru gefnar of háar einkunnir. Sumpart til að koma tossum milli bekkja. Á fésbók segja kennarar úti á landi frá skipulegri meðvirkni af þessu tagi. Einkum á þetta við um stærðfræði, þar sem Íslendingar eru eins og álfar út úr hól. Kerfinu er illa við staðreyndir og vill halda þeim leyndum. Fólk fær ekki að vita um misjafna getu skóla. Sagt er, að ekki megi bera saman skóla. Samkeppni vantar, meðalmennska á lægsta samnefnara er allsráðandi. Reykjavík ákvað fyrir sitt leyti, að getuleysinu verði haldið leyndu fyrir foreldrum.