Skógarströnd

Frá Bílduhóli á Snæfellsnesi að Hamraendum í Miðdölum.

Þetta er gamla þjóðleiðin um Skógarströnd og kemur nokkrum sinnum fyrir í Sturlungu. Leiðin liggur áfram til vesturs í Álftafjörð, yfir hann á fjöru og síðan áfram um Helgafellssveit í Stykkishólm. Á leiðinni til austurs er farið um horfna verzlunarstaði frá því fyrir tíma hafnarmannvirkja, Gunnarsstaðaey og Vestliðaeyri. Hvammsfjörður hefur sama aðdráttarafl fyrir hestamenn og Löngufjörur, býður ýmsa kosti í fjörureið og leirureið.

Förum frá Bílduhóli austur með þjóðvegi 54, unz við komum að Emmubergi. Þar förum við frá veginum til norðurs og norður fyrir Hólmlátur og Hólmlátursborg að fjörunni í Hvammsfirði. Fylgjum henni síðan til austurs, út í Gunnarsstaðaey, gamlan verzlunarstað, og þaðan til austurs eftir grandanum, aftur í fjöruna við Skiphól og síðan áfram austur, um Vestliðaeyri, sem líka er gamall verzlunarstaður. Förum út fyrir Hörðudalsá að Miðá og svo upp með Miðá. Síðan upp á þjóðveg 54 við brúna yfir Miðá og förum suður yfir brúna. Síðan austur með fjallinu að Hamraendum.

28,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Heydalur, Kvistahryggur, Rauðamelsheiði, Sópandaskarð, Svínbjúgur, Miðdalir, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Fossavegur, Hattagil, Miðá, Hallaragata.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag