Skógarnesfjörur

Fram og til baka frá Skógarnesi um staðarfjörurnar.

Margir fara á hraðferð um Löngufjörur án þess að stanza í Skógarnesfjörum. Þær eru fjölbreytt sýnishorn af flestu því, sem Löngufjörur státa af. Þar eru leirur og sandfjörur. Einnig eru þar minjar um meira mannlíf, þegar Skógarnes var einn af verzlunarstöðum landsins 1905-1920. Fyrst var þar útibú frá Tangsverzlun í Stykkishólmi. Síðan kom þar einnig útibú frá verzlun Jóns Björnssonar í Borgarnesi. Verzlunin lagðist niður, þegar kreppa sótti að Vesturlöndum. Enn standa leifar af steinveggjum og uppskipunarbáti.

Förum frá Skógarnesi norður fyrir gripahúsin og jeppaslóð suður í ósinn. Förum þar þvert yfir rifið til vesturs, alla leið í vesturodda Melness. Þar förum við norðaustur í Viðeyjar, þaðan austur og suður til baka. Síðan austur með sjávarströndinni vestur á Skógarnes og síðan með ósfjörunni til baka í Skógarnes.

17,1 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Saltnesáll, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Straumfjarðará, Löngusker.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson