Skoðanir frambjóðenda

Punktar

Þótt ég hafi meiri áhuga á persónu forseta og trausti á honum en áliti hans á ýmsum málum, kíkti ég á ágætt yfirlit Fréttablaðsins um forsetaefni. Þóra, Ari og Hannes vilja nota málskotsrétt “varlega”, hin tilgreina það ekki. Enginn virðist telja forsetann geta haft aðskilda utanríkisstefnu, aðra en stjórnvalda. Andrea, Ari, Hannes og Þóra vilja siðareglur fyrir forseta, væntanlega af gefnu tilefni, Andrea tilgreinir það ekki. Álit frambjóðenda á skoðunum forseta á stórpólitískum málum er of flókið til að fjalla um það í einni málsgrein. Flest voru þau ágæt, en einn hefur þegar setið of lengi.