Skoðanakúgun og einelti

Punktar

Lilja Mósesdóttir kallar það skoðanakúgun að fá ekki að stjórna hjá vinstri grænum. Hún kallar það einelti, ef Össur notar dýralíkingamál í pólitískri gagnrýni á hana. Hvort tveggja er þvæla hjá henni. Geti hún ekki sannfært flokk sinn um fjárlögin, Gjaldeyrissjóðinn eða Evrópusambandið, á hún tvo kosti. Hún getur kvatt flokkinn eða sætt sig við vilja meirihlutans. Öll umræða endar með niðurstöðu, þar sem sumir bíða lægri hlut. Lilja hefur beðið lægri hlut í sínum flokki. Það er hvorki skoðanakúgun né einelti. Misnotkun hugtaka tröllríður umræðunni og Lilja er þar í fremstu víglínu.