Skjöldólfur

Frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal um Gestreiðarstaði á þjóðveg 1 í Langadal.

Eyðibýlið Gestreiðarstaðir er örskammt sunnan leiðarinnar, langþráður viðkomustaðir í hrakviðrum eyðimerkurinnar milli Skjöldólfsstaða í Jökuldal og Grímsstaða á Fjöllum. Nafnið Gestreiðarstaðir bendir til, að gestkvæmt hafi verið þar af ferðamönnum í fyrri tíð. Það er talið vera fornbýli. Frá Gestreiðarstöðum mátti komast af þessari leið vetur um Gestreiðarskarð til Möðrudals á Jökuldalsheiði. Einnig var skjól að hafa í gamla daga á Háreksstöðum, þar sem nú er fjallakofi. Háreksstaðir voru áður heiðarbýli og eru líklega einnig fornbýli. Þar var mikill búskapur á 19. öld og margt manna er komið af því fólki, bæði hér á landi og í Vesturheimi.

Förum frá Skjöldólfsstöðum norðnorðvestur upp með Garðá að vestanverðu á Skjöldólfsstaðaheiði. Síðan til norðvesturs sunnan við Sandhæð og um Valgerðarhlaup. Sunnan við Hólmavatn og þvert yfir Skjaldklofaleið milli Vopnafjarðar og Jökuldals. Áfram til norðvesturs norðan við Reiðtjörn og Skipatjörn, yfir þjóðveg 1 hjá eyðibýlinu og fjallakofanum Háreksstöðum. Þaðan vestur hjá Náttmálavörðu, um Götutjarnir og yfir Gestreiðarstaðakvísl um eyðibýlið Gestreiðarstaði. Þaðan mátti komast af þessari leið vetur um Gestreiðarskarð til Möðrudals á Jökuldalsheiði. En við förum norðvestur um Fjárhól á þjóðveg 1 í Langadal.

28,5 km
Austfirðir

Skálar:
Hárekssstaðakofi: N65 24.336 W15 25.298.

Nálægar leiðir: Skjaldklofi, Gestreiður, Vopnafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort