Skjól útigangshrossa

Punktar

Útigangshross þurfa að hafa aðgang að skjóli. Þarf ekki að vera hús, því hross vilja ekki vera inni. Sé gefið inni, fara þau inn til að éta, en fara svo út um leið og þau eru södd, hvernig sem viðrar. Víða veitir landslag skjól eða gaflar útihúsa. Að öðrum kosti eru reistir veggir, oftast í formi Y, þar sem hross skýla sér fyrir hvaða vindátt sem er. Víða á láglendi hafa útigangshross engan aðgang að skjóli, til dæmis í þurrkuðum mýrum  á Suðurlandi. Hörmulegt slys á Álftanesi gefur tilefni til átaks í skjólveggjum fyrir útigangshross. Enginn vandi er að láta útigangshross koma glansandi betur undan vetri en hross á húsi.