Skjaldklofi

Frá Þorbrandsstöðum í Vopnafirði um Skjaldklofa á Búðarhálsleið hjá Víðirhólum. Hliðarleið er niður að Skjöldólfsstöðum.

Oft kölluð Tunguheiði, algengasti vegurinn milli Héraðs og Vopnafjarðar fyrir daga bílsins. “Rösk dagleið, góður vegur og torfærulaus”, segir í gamalli lýsingu, ennfremur “timbri og þungavöru ekið á sleðum síðla vetrar eftir sléttri heiðinni.”

Förum frá Þorbrandsstöðum suður með Hofsá að austan að Tunguseli og upp í Tungukoll austanverðan. Síðan suður með Tunguá, austan við Geldingafell og vestan við Skálafell, Dritfell og Skjaldklofa. Sums staðar í 600 metra hæð. Suður yfir þjóðveg 1 og þjóðveg 901, austan við Lönguhlíð, suður á Búðarhálsleið milli Hnauss og Kiðufells, nálægt eyðibýlinu Víðirhólum.

46,2 km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur

Skálar:
Geldingafellsskáli: N65 28.394 W15 17.807.

Nálægar leiðir: Sauðahryggur, Fríðufell, Hofsárdalur, Skjöldólfur, Gestreiður, Rangalón, Búðarháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort