Skjaldbreiður

Frá Kaldadalsvegi eftir línuvegi norðan Skjaldbreiðar að Þórólfsfelli norðan Hlöðufells.

Löng og leiðinleg hraunslóð og oft gróf eins og háttar til með línuvegi, sem eru auðvitað hugsaðir fyrir bíla. Framhald línuvegarins til austur nefnist hér Skjaldbreiðarvegur.

Byrjum við gatnamót Kjalvegar og Uxahryggjavegar við Hallbjarnarvörður í 360 metra hæð. Slóðin er línuvegurinn norðan Skjaldbreiðar. Hún liggur vestur langa leið, framhjá afleggjara norður í Slunkaríki, síðan sunnan Sandfells og norðan Skjaldbreiðar, þar sem við náum 560 metra hæð. Þar sem Skjaldbreiður nær lengst í norður sker slóðin Skessubásaveg. Við förum línuveginn áfram að fjallaskálahverfi sunnan við Tjaldafell, síðan norðan við Sköflung og norður fyrir Hlöðufell og Þórólfsfell, þar sem er samnefndur skáli.

23,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Kaldidalur: N64 26.840 W20 57.711.
Tjaldafell: N64 27.083 W20 39.123.
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.
Kiddakot: N64 25.783 W20 19.131.
Þriðja ríkið: N64 26.410 W20 18.140.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði, Kaldidalur, Fremstaver.
Nálægar leiðir: Skessubásavegur, Hlöðufell, Farið, Skyggnisheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort