Skjaldborg um símtal

Punktar

Mér er fyrirmunað að skilja, hvers vegna þjóðin hefur ekki fengið að sjá eða heyra útskrift af símtali hrunsins. Daginn fyrir hrun töluðu Geir H. Haarde og Davíð Oddsson í síma um áttatíu milljarða veð-dapurt lán Seðlabankans í gjaldeyri til Kaupþings. Þetta lán var stærsti skellurinn í hruninu. Búið er að halda skrípa-réttarhöld yfir Geir án þess að þetta lykilsímtal hafi verið leitt í ljós. Sýnir, hversu lítið bit er í viðleitni við að gera upp hrunið. Seðlabankinn ber fyrir sig bankaleynd, sem fyrir löngu ætti að vera afnumin með öllu. Hvers vegna er slegin skjaldborg um alræmdasta símtal landsins?