Skiptum út krónum

Punktar

Krónan er dauð, þótt vottorðið hafi ekki verið gefið út. Of langt er í, að við getum tekið upp evru, svo að brúa verður bilið. Gera það þannig, að farið sé framhjá snjóhengjum. Því verði ekki samið við kröfuhafa, heldur tekin upp nýkróna. Sett verði á skiptigengi eins og Þjóðverjar gerðu í sínum vanda eftir stríð. Gamlar krónur keyptar á misjöfnu gengi eftir peningamagni. Upphæðir innan ákveðins hámarks skipist á genginu einn á mói einum. Upphæðir, sem skipta tugum milljóna, skiptist á lægra gengi og því lægra, sem upphæðirnar eru hærri, niður í einn hundraðasta. Almenningi verði bjargað og auðfólk taki skellinn.