Framan af mótmælum hélt lögreglustjórinn því fram, að eitri væri ekki úðað framan í fólk. Tekin voru ótal myndskeið, sem sýndu, að þetta passaði ekki. Nú segir hann, að það sé einmitt reglan, að eitri skuli úða framan í fólk. Grunsamleg U-beygja. Sú séríslenzka regla er ekki notuð í nágrannalöndunum. Að ýmsu öðru leyti gengur löggan hér lengra en í öðrum löndum. Nú er hún farin að amast við hávaðanum, sem andófsfólk fremur. Ég ítreka þá skoðun, að fasismi stjórni ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum í Reykjavík. Þetta eru flokkstengdir embættismenn vanhæfir, sem hreinsa þarf úr starfi.