Skinnalónsheiði

Frá vegi 85 á Skinnalónsheiði á Melrakkasléttu á Raufarhafnarveg, gamlan reiðveg um Melrakkasléttu.

Í þjóðsögum segir frá uppátektasömu ólíkindatóli að nafni Hljóða-Bjarni Pétursson, kvensömum umrenningi frá Heiði á Langanesi: “Einu sinni voru þau hjón á ferð yfir Skinnalónsheiði. Þegar þau voru komin um það bil hálfa leið kvaðst Bjarni vera dauðveikur. Konan hans varð því að draga hann langa leið. Þá skipaði Bjarni henni að sækja menn sér til hjálpar. Þegar konan átti skammt eftir heim að Skinnalóni, kom Bjarni á eftir henni og var orðinn alfrískur.”

Byrjum á vegi 85 á Skinnalónsheiði á Melrakkasléttu milli Blikalóns og Skinnalóns. Förum suður fyrir enda Arnarvatns á Raufarhafnarveg milli Blikalóns og Raufarhafnar.

3,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort