Skilningur hafinn

Punktar

Alþjóða efnahagsstofnanir eru farnar að birta tölur, sem sýna stöðnun í hagsæld vesturlanda. Allur svonefndur hagvöxtur lendir í klóm ríkasta prósents fólksins, en ekkert til fátækustu tíu prósentanna. Stafar af, að hagfræði vesturlanda gerði nýfrjálshyggju að trúarbrögðum. Ferlið var svipað hér á landi. Langan tíma tók að fatta, að trúarbrögðin enda með ósköpum. Lengst er það komið í Bandaríkjunum. Þar eru borgarkjarnar að breytast í þriðja heims skrímsli með útigangsfólki um allar trissur. Þar er fólkið að byrja að skilja, að svona getur það ekki lengur gengið. Jafnvel kviknar á peru hagfræðinga. Þeir byrja að kveðja gömlu trúarbrögðin sín.