Skilgreining á fréttabarni

Fjölmiðlun

Rangt er að kalla blaðamenn á þrítugsaldri fréttabörn. Það er slagorð, sem við notum nokkrir gamlingjar um vanda í þessum hópi, ekki um aldursflokkinn allan. Orðið fréttabarn táknar mann, sem misst hefur af landafræði og sögu. Sem hefur tæpa menntun í bókmenntum og erlendum tungumálum. Sem hefur fylgst minna með stjórnmálum og alþjóðamálum en tíðkaðist í þá gömlu, góðu daga. Sumpart afleiðing breyttra skóla og innreiðar nýrra áhugamála. Við bætist skortur á prófarkalestri. Útkoman er röng málfræði, vondur stíll, misþyrming máltækja og vanþekking á fréttasögu. Samanlagður vandinn heitir fréttabarn.