Skilanefndir í skipsstrandi

Punktar

Skilanefndir og slitastjórnir gömlu bankanna hafa sprengt græðgisskalann í tætlur. Þær taka fertugföld laun almennings. Og þau eru sjálftekin. Enginn hefur eftirlit með græðgi skilanefnda og slitastjórna. Ákveða sjálfar að taka sér sex til sjö milljónir króna á mánuði. Haga sér eins og bændur á strandstað flutningaskipa. Storka þjóðfélaginu með framferði sínu. Hafa má þetta til marks um ofurþreytu ríkisstjórnarinnar. Hún hefur ekki sett í gang ferli til að koma upp eftirliti með skilanefndum og slitastjórnum. Því þarf að innleiða hátt skattþrep á verktakagreiðslum yfir launum forsætisráðherra.