Skerðing lífsgæða

Punktar

Þétting byggðar rýrir lífsgæði þeirra, sem búa þar fyrir. Nýju húsin eru oft turnar, sem takmarka útsýni eldri húsa. Þétting byggðar dregur úr sólskini á jarðhæð. Kallar á þrengsli og hávaða og mengun á umferðarhornum. Fækkun bílastæða eykur álag á bílastæði við gömlu húsin. Þegar fólk fattar þetta, verður að reisa bílastæðahús. Þar, sem stormgjár hafa þar að auki verið framkallaðar í áður lágreistum hverfum, rýrna lífsgæði. Fyrirsjáanlegar breytingar á aflvélum, stærðum bíla, sjálfakstri og fjölbreyttri flóru farartækja kalla á varfærni í velja eina samgöngutækni umfram aðrar. Skipulag Reykjavíkur er farið að markast af ofstæki.