Skemmdarverk sögð heimil

Punktar

Brezkur dómstóll úrskurðaði í gær, að andófsfólki hafi mátt valda 5,5 milljón króna skemmdum á umdeildu orkuveri í Kingsnorth. Tjón af breytingum á loftslagi af mannavöldum heimili það. Sex félagar í Greenpeace voru því sýknaðir af ákærum. Skemmdarverk eru því leyfður neyðarréttur í Bretlandi, ef forsendur eru nógu brýnar. Þetta er önnur niðurstaða en hér á Íslandi. Þar sem andófsfólk var sektað fyrir skemmdir í aðgerðum sínum. Munurinn er sá, að Bretar viðurkenna bæði neyðarrétt og hættu á loftslagsbreytingum. En hér á landi halda menn áfram að afneita vísindum og hafna neyðarrétti.