Skeggaxlarskarð

Frá Krossi á Skarðsströnd um Skeggaxlarskarð til Sælingsdalstungu í Hvammssveit.

Förum frá Krossi austur og inn Villingadal, upp úr enda dalsins í Fjalldal. Síðan norðaustur um Biskupstungu og Búðardalsdrög í Skeggaxlarskarð í 690 metra hæð. Þaðan austur um Merkjahrygg og til suðausturs niður í Sælingsdal, að vegi 60 við Sælingsdalstungu í Hvammssveit. Frá Skeggaxlarskarði eru margar leiðir í ýmsa dali.

31,8 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Hvarfsdalur, Galtardalur, Skothryggur, Flekkudalur, Hvammsá, Nónborg, Búðardalur, Sælingsdalsheiði, Sælingsdalur, Skarðið, Þverdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson