Gunnar Smári Egilsson bendir á SÁÁ-vefnum á, að samfélagið beri bótalaust margvíslegt tjón af einkarekstri. Bíla- og benzínsalar borgi ekki götur og bílastæði, né heldur umferðarslys og umferðarmengun. Sykur- og gossalar borgi ekki tjón á heilsufari fólks. Skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur borgi ekki löggæzlu og meðferð slasaðra aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Né heldur hreinsun gatna að morgni. Né heldur kostnað af áfengisvandræðum, sem fylgja skemmtistöðum. Á sama tíma sker hið opinbera niður stuðning við stofnanir, sem fást við slæmar afleiðingar þessara skattfrjálsu skaðvalda.