Skattar til jöfnunar

Punktar

Skattar eru oft notaðir til jöfnunar milli ríkra og fátækra. Skattgólf og -þrep eru notuð til að hafa misjafna prósentu. Um þetta ríkir ekki almenn sátt, ríkir vilja gjarna fækka skattþrepum og hafa þau jafnvel bara eitt fyrir alla. Þrepin hafa samt meiri útbreiðslu á vesturlöndum. Forsendur þrepanna hafa styrkzt við, að síðasta aldarþriðjung hafa hinir ríkustu hirt allan hagvöxt, hinir fátækustu ekki fengið neinn. Með Evrópusambandinu hefur tekjuflutningi líka verið beitt milli landa. Tekjujöfnun felst ennfremur í ýmsum öðrum smærri sköttum, svo sem erfðafjárskatti. Auðlindarenta dregur líka úr auknum tekjumun ríkra og fátækra.