Skattar allra á netinu

Punktar

Polly Toynbee vill í Guardian koma álagningu skatta á netið og bendir á Finnland og Noreg sem fyrirmynd. Á Íslandi er ekki hægt að sjá skatta fólks á netinu, bara fara og fletta í skrám takmarkaðan tíma á hverju sumri. Toynbee telur réttilega, að gengsæi sé hornsteinn lýðræðis, meðan útvíkkun einkalífs sé andsnúin lýðræði. Hér á landi vilja menn að líta á fjármál sem einkalíf og fyrirtæki sem handhafa einkalífs. Kominn er tími til, að menn stingi við fótum og flokkarnir fari að gefa kosningaloforð um afnám kontórsins Persónuverndar í núverandi mynd.