Skattalækkun vel stæðra

Punktar

Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að lækka neðra þrep tekjuskatts á þann hátt, að fólk með yfir 835 þúsund króna mánaðartekjur fær þrefalt hærri afslátt en fólk á lágmarkslaunum. Í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins að færa skattbyrði af vel stæðu fólki yfir á fátæklinga. Hækkun persónuafsláttar hefði hins vegar skilað öllum tekjuhópunum jafnri skattalækkun. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni ójöfnu dreifingu skattalækkunarinnar með myndrænum hætti í sjónvarpinu. Þetta fyrsta verk stjórnarinnar sýnir, að í stórum dráttum er þetta sama ríkisstjórn og hin fyrri. Þetta er stjórn Sjálfstæðisflokksins og hinna ríku.