Skarfanes

Frá Leirubakka í Landsveit um Skarfanes á Rangárbotnaveg.

Allt landið austan Skarðsfjall er úr hinu mikla Þjórsárhrauni fyrir 8000 árum. Það er nú orðið vel gróið, víða með runnum. Lambhagi er skógi vaxinn.

Förum frá Leirubakka vestur með þjóðvegi 26 að Skarðsfjalli. Förum norðaustur um Skarðsheiði og Yrjaheiði að eyðibýlinu Skarfanesi. Þaðan áfram norðaustur í Lambhaga við Þjórsá og síðan suðaustur að Skarðstanga og Þjófafossi í Þjórsá. Áfram austur að þjóðvegi 26 frá Landi í Rangárbotna.

27,9 km
Rangárvallasýsla

Nálægir ferlar: Heklubraut, Rangárbotnar.
Nálægar leiðir: Réttarmes. Stóruvallaheiði, Skarðsfjall, Gaukshöfðavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson