Skapandi ríkisbókhald

Punktar

Þrátt fyrir stífan niðurskurð sjúkraþjónustu og ýmissa þátta velferðar er mikið tap á ríkissjóði. Stafar af eftirgjöf skatta kvótagreifa og annarra auðgreifa. Hallinn var leystur með einu pennastriki. 26 milljarðar króna voru færðir frá Seðlabankanum til ríkissjóðs, bingó. Það gerðist bara í hinu skapandi bókhaldi, engir peningar komu við sögu. Svo er það seinni tíma vandi Seðlabankans, hvernig hann kemur þessu fyrir. Nú eru tímar hins skapandi bókhalds, sjónhverfingar að hætti bankabófa leysa vanda silfurskeiðunga. Aðalatriðið er, að hjörðin trúi, að allt komi út á sléttu. Það gerir hún auðvitað, þrautþjálfuð í hvers kyns trúgirni.