Skammt til fortíðar

Punktar

Fáar eru kynslóðirnar aftur í tímann til nafngreindra forfeðra okkar. Ef við kíkjum á nöfn, sem allir hafa í ættum, þá er Jón biskup Arason aðeins tólf kynslóðum að baki, Snorri Sturluson 21 kynslóð og Ingólfur Arnarson 29 kynslóðum að baki okkur. Frá upphafi Íslandsbyggðar eru bara þrjátíu kynslóðir. Við þekkjum flest nöfnin á þeirri leið, getum staðsett þau í tíma og höfum í flestum tilvikum fæðingarár eða dánarár. Fortíðin færist nær okkur, þegar við sjáum, hversu langan tíma hver kynslóð spannar, um og yfir fjóra áratugi.