Skálmarnes

Hringleið um Skálmarnes frá Axlarseli í Skálmarfirði til Kerlingarfjarðar.

Undirlendi er töluvert suðvestan til á nesinu og er ströndin þar ákaflega vogskorin. Yzt á nesinu er Haugsnes. Þar var Þórður Ingunnarson, annar maður Guðrúnar Ósvífursdóttur, heygður eftir að hann drukknaði á Breiðafirði.

Förum frá Axlarseli suður með Skálmarfirði um Urðir og allt suður á Skálmarnes. Þaðan vestur í Skálmarnesmúla og norðvestur með Skálmarnesmúlafjalli í Fjörð. Síðan norðnorðaustur strönd Kerlingarfjarðar á veg 60 vestan Axlarsels.

26,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þingmannaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort