Skálavegur

Frá Skoruvík að Skálum á Langanesi.

Skálar voru útgerðarpláss og myndarlegt kauptún á fyrri tíma mælikvarða. Þar bjuggu 117 manns, árið 1924 auk farandverkafólks. 50-60 áraskip voru þar, þegar mest var. Nú sjást litlar minjar um forna frægð. Skálakross var reistur til minningar um enska sjómenn. Áhöfn af ensku skipi, sem strandaði fyrir löngu undir Fontinum, komst í land og klöngraðist upp gjána. Af því dregur hún nafnið Engelskagjá. En á leiðinni til bæja urðu allir mennirnir úti, örmögnuðust af vosbúð og þreytu nema skipstjórinn einn sem komst lífs af. Stendur enn kross við Skálaveg milli bæjanna Skoruvíkur og Skála, þar sem lík mannanna fundust og eru þar grafin.

Förum frá eyðibýlinu Skoruvík af Fontsvegi suður Vatnadal, austan Arnarhólsvatns hjá Skálakrossi, vestan við Tófuöxl, austan við vötnin Bjarnarvatn og Kringlu, að Skálum á Langanesi. Bílvegurinn liggur aðeins austar í landinu, um Tófuöxl.

3,4 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Albertsbúð: N66 19.804 W14 45.847.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Fontur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort