Skakkt klúður í mýrinni

Punktar

Misheppnuð er vinningstillagan um framtíð Vatnsmýrar. Ekki vegna þess að skipulagsfræðingar hafi minna vit á skipulagi en borgarstjórinn. Heldur vegna þess að rangar voru forsendur skipulagsins af hálfu borgarstjórnar. Þeir vildu hafa umferðarmiðstöð úti í horni, við Skerjafjörð. Í stað þess að hafa hana við umferðaræðina Hringbraut. Forsendur, sem byggjast á rugli úr pólitíkusum, geta aldrei orðið að nytsömu skipulagi. Þegar Ólafur F. Magnússon segir, að tillögur séu klúður, breiðir hann yfir staðreynd: Að forsendurnar, sem pólitíkusar gáfu arkitektum, voru hefðbundið klúður.