Skaftafell

Frá Skaftafelli um Bæjarstaðaskóg að Sæluhúsakvísl.

Fá þarf leyfi þjóðgarðsvarðar til að fara með hesta þessa leið. Gönguleiðin er sýnd á kortinu, en reiðleiðin er á aurunum neðan við Skaftafellsbrekkur, yfir varnargarð og upp með Morsá. Ekki er lengur farið yfir Skaftá á jökulsporði, því að áin rennur með jökuljaðri vestur í Sandgígjukvísl.

Bæjarstaðaskógur er ein af perlum landsins með gömlu, hávöxnu og beinvöxnu birki. Nafnið bendir til, að þar hafi verið bær fyrr á öldum.

Byrjum hjá þjóðvegi 1 við Skaftafell í Öræfum. Förum til norðvesturs um þjónustumiðstöðina í Skaftafelli upp að brekkurótum. Síðan norður á Bölta og þaðan vestan í fellinu, að Morsá undir Skerhóli. Þaðan förum við vestur sandinn norðan við Skeiðará í Hamragilsaxlir. Síðan utan í Jökulfelli inn í Hamragil. Út á jökulsporðinn yfir Skeiðará og til suðausturs niður á Skeiðarársand. Að lokum suður sandinn að vegi 1 austan við Sæluhúsakvísl.

17,9 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Flosavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort