Sjúk persónuvernd

Punktar

Ótal atriði flokkast hér sem einkamál. Talið er einkamál, hvað persónur gefa mikið til frambjóðenda og framboða, samanber frumvarp um það efni. Talið er einkamál, hvað fólk borgar mikið í skatta, samanber árlegan þæfing hjá skattstjórum. Talið er einkamál, hvað menn eiga af bílum og fasteignum, samanber lokaðar skár um það efni. Talið er einkamál, hvað fólk fær borgað í kaup, jafnvel af opinberum peningum. Ættir manna eru meira að segja taldar einkamál, samanber Íslendingabók. Dómar eru orðnir einkamál persóna, samanber nafnleynd á dómstólavef. Þetta er sjúkt viðhorf.