Sjónhverfingar fyrir túrista

Punktar

Skrítnar eru þessar fyrirhuguðu fornminjar á Selfossi. Þótt forsætis telji, að svona sé gert víða í Evrópu, er það rangt. Þar hafa verið endurbyggðar götur og hverfi eins og þau voru áður. Alls ekki reistar neinar hugdettur um gömul hús. Eftirlíking af miðaldakirkju hefur aldrei verið á Selfossi. Það sem Árborg er að gera er að nýsmíða hugdettur, Pótemkin-tjöld, Disney-land, fyrir túrista. Á sama tíma flýtur kúkurinn frá Selfossi um Ölfusá. Þarna eru að verki menn, sem hvorki hafa tilfinningu fyrir fortíð né sögu. Eru bara sölumenn sjónhverfinga fyrir túrista. Við hæfi er, að sjónhverfinga-forsætis sé hafður með í ráðum.