Efst á óskalista Alþjóða gjaldeyrissjóðsins 4. júlí 2008 var einkavæðing Íbúðalánasjóðs. Ef farið hefði verið eftir því, væri samfélagið nú í rúst. Næstefst á óskalistanum var niðurskurður félagslegrar velferðar. Það þriðja var, að vöxtum verði áfram haldið háum. Allt þetta kom fram í skýrslu hans um Ísland 4. júlí 2008. Í þeirri sömu skýrslu er þó einu hrósað, frábæru eftirliti með íslenzkum bönkum. Af því má ráða, að sjóðurinn er gersamlega ófær um að gefa okkur nein ráð af viti. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er skipaður frægum rugludöllum, sem alls ekkert hafa lært á alræmdum ferli.