Sjóðir þræla eiga Granda

Punktar

Lífeyrissjóðir almennings eiga tæp 40% í Granda, sem var að segja upp tæplega 100 manns á Akranesi. Í stjórnum sjóðanna sitja meðal annars fulltrúar stéttarfélaga, sem ættu að gæta hagsmuna félagsmanna. Eins og fulltrúar þýzkra verkalýðsfélaga gæta hagsmuna félagsmanna í þýzkum fyrirtækjum. Þvert á móti eru hér fulltrúar stéttarfélaga dáleiddir af nýfrjálshyggju eins og forseti Alþýðusambandsins og hagdeild hans. Stéttarfélögin hér eru í svo innilegu ástarsambandi við samtök atvinnurekenda, að þau hafa kastað fortíð sinni bak við sig. Mikilvægt er, að pólitísk öfl taki upp gunnfánann, sem verkalýðsfélögin hafa kastað í svaðið.