Sjálfsmark ríkisstjórnarinnar

Punktar

Ríkisstjórnin getur sjálfri sér kennt um hrun stjórnarflokkanna í könnun Gallups. Hún beit sig fast í stefnu Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var í stjórnarforustu í fyrrahaust. Ríkisstjórn vinstri grænna hefur lokað sig inni í fílabeinsturni og hlustar ekki á góð ráð. Hún fellst ekki á, að skynsamlegt sé, að Alþingi setji þak á árlegar greiðslur vegna IceSave. Allt eða ekkert, segir Steingrímur, þegar meiri þörf er á millileið en nokkru sinni fyrr. Afleiðingin er, að þjóðin er farin að halda, að IceSave sé núverandi ríkisstjórn að kenna. Ríkisstjórnin getur sjálfri sér um kennt.