Sjálfhverfur listþjófur

Punktar

Maðurinn, sem stal listaverkum annars manns, fjölfaldaði þau og notaði sem sína eigin listsýningu, er brattur í grein í DV í gær. Þar virðist hann vera óvenjulega sjálfhverfur. Hann fer allan hringinn í hundalógík þess, sem er með allt á hælunum, en sér það ekki. Hann segir eiganda myndanna hafa komið undarlega fyrir á sýningunni. Hann segir frumritin ekki vera merkilega list. Hann segir snillinga oft hafa stolið verkum annarra. Hann segir, að stuldurinn hafi ekki verið öll sýningin, heldur hluti hennar. Hann bullar mikið, og er greinilega ófær um að biðjast heiðarlega afsökunar.