Sjálfhverfa sögumanns

Ferðir, Fjölmiðlun

Vænti þess, að sjónvarpsþættir um fjarlæga staði í nútíð eða fortíð snúist um þá, en ekki um sjálfhverfan þáttarstjórnanda. Í þætti um Róm vil ég sjá Róm og Rómverja, en ekki Michael Palin eða Ian Smith. Þegar ríkissjónvarpið gerir út þáttaröð um Færeyjar, vænti ég Færeyja og Færeyinga. Hef hins vegar engan áhuga á Andra. Vil ekki, að hann fylli út myndflötinn. Vil ekki sjá Andra á kendiríi. Vil ekki sjá hann keyra bíl. Vil ekki heyra fimmaurabrandara hans á ensku í Færeyjum. Fráleitt er, að dýrir þættir snúist um sjálfhverfu fáfróðs sögumanns. Má þó sjást í mynd, ef hann er gamlingi, heitir Attenborough og veit bara allt.