Fréttablaðið og ég höfum litið of einhliða á nágrannadeilur Ólafs Ólafsonar og Sigurðar Hreinssonar, sem báðir búa á Miðhrauni í Miklaholtshreppi. Við sögðum frá truflunum af þyrluflugi Ólafs. Og ég spáði, að Sigurður mundi trufla með sögunarverksmiðju á móti. Nú er mér sagt, að það skref sé fyrir löngu að baki. Sigurður þurrkar hausa á bæjarhlaðinu, sem væntanlega er verra en sögunarmylla. Landamerkjadeilur þeirra félaga eru fyrir dómstólum. Sömuleiðis er í gangi deila um virkjun bæjarlækjar. Því má vænta fjörugra frétta af nágrannaerjum á Miðhrauni, en ég eftirlæt fjölmiðlum þær eftir.