Sigurvegararnir þrír

Punktar

Sigurvegarar IceSave málsins eru Ögmundur Jónasson ráðherra, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Lilja Mósesdóttir þingmenn Vinstri grænna. Neituðu staðfast að samþykkja málið. Því náðist ekki meirihluti. Því var tveimur sumarmánuðum Alþingis varið í að setja fyrirvara til að gæta hagsmuna Íslands. Eigi skal þakka þingmönnum Sjálfstæðis og Framsóknar, sem ekki studdu málið, þegar það var orðið þolanlegt. Framleiddu þó sjálfir vandann í upphafi. Friður er við nágrannaþjóðirnar án þess að þjóðarhag sé stefnt í tvísýnu. Það er vegna óbilgirni þremenninganna, sem létu bálreiða ríkisstjórnina aldrei kúga sig.